Kylie Jenner fagnar 23 ára afmæli

Kylie Jenner.
Kylie Jenner. AFP

Kylie Jenner fagnaði 23 ára afmæli sínu og birti mynd af sér á Instagram með dóttur sinni Stormi að blása kertin á afmæliskökunni. Þá birti hún einnig mynd af sér í forláta kjól skreyttum demöntum sem mynduðu rómversku tölustafina XXIII.

Jenner er þekkt fyrir að halda duglega upp á ýmis tilefni en afmælisveislur dóttur hennar hafa verið gríðarlega íburðarmiklar í gegnum tíðina. Ætla má að kórónuveiran hafi sett strik í afmælisfagnað Jenner á þessu ári og hún ákveðið að fagna nýju aldursári með mun látlausari hætti.

Kardashian fjölskyldan er mjög náin og sendu allir fjölskyldumeðlimir Kylie Jenner hamingjuóskir á afmælisdeginum. Kim Kardashian setti til dæmis inn heila myndaröð af sér og systur sinni þar sem litið var yfir farinn veg. 

View this post on Instagram

the best gift of all 🖤

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) on Aug 10, 2020 at 3:36pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.