Sirkusstjóri á undan sinni samtíð

Helgi Felixson kvikmyndagerðarmaður.
Helgi Felixson kvikmyndagerðarmaður. mbl.is/Rax

Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson frumsýnir nýjustu heimildarmynd sína á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í næsta mánuði og nefnist sú Sirkusstjórinn. RIFF og Listahátíð í Reykjavík standa að sýningu myndarinnar sem var unnin með styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, sænska kvikmyndasjóðnum og sænska ríkissjónvarpinu og RÚV. Myndina vann Helgi með eiginkonu sinni Titti Johnson og fjallar hún um sænska sirkusstjórann Tilde Björfors, listrænan stjórnanda og stofnanda hins heimsþekkta sirkusflokks Circus Cirkör sem sýnt hefur víða um lönd og nokkrum sinnum hér á landi. Hafa sýningarnar notið vinsælda og um tvær og hálf milljón manna séð þær.

Helgi SEGIR sirkusstjórann Tilde Björfors, umfjöllunarefni myndarinnar, hafa gert garðinn frægan í Svíþjóð og víðar með Circus Cirkör. „Þetta er kallað nýsirkus og er nútímalegt sirkusform þar sem sögð er saga og leikhúsforminu blandað saman við önnur form,“ útskýrir hann. Það eru því engir fílar á ferð eða dansandi sæljón.
„Við erum búin að vinna að þessari mynd síðastliðin fimm ár og erum að klára hana núna. Það hefur dregist svolítið út af Covid, við ætluðum að vera búin að þessu. Aðalfókusinn er á Tildu og þær sýningar sem hún hefur unnið að. Hún vinnur þannig að hún er yfirleitt á undan sinni samtíð, á undan tímanum oft og sýningarnar hennar tengjast oft því sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag,“ segir Helgi og nefnir sem dæmi #MeToo-hreyfinguna og flóttamannastrauminn frá Afríku. „Þó hún sé byrjuð á sýningunum löngu áður er eins og hún sjái þetta fyrir sér, hvernig Jörðin þróast og mannkynið, langt fram í tímann, án þess að hún sé að tala mikið um það.“

Hlusta má á samtal Helga við blaðamann hér:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson