Tónleikum Andrea Bocellis frestað

Andrea Bocelli.
Andrea Bocelli. AFP

Tónleikarnir með Andrea Bocelli sem áttu að fara fram 3. október í Kórnum hafa verið færðir til laugardagsins 10. apríl á næsta ári, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Allir miðar gilda áfram á tónleikana 10. apríl og það þarf ekki að sækja nýja miða. Ef nýja dagsetningin hentar ekki eiga miðahafar rétt á fullri endurgreiðslu.

Til þess að fá endurgreitt þarf að fara fram á það við miðasölu með því að senda tölvupóst á info@tix.is innan 14 daga, eða fyrir 23. september.

Sena biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi breyting kann að valda.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.