Missti allt eftir pólitískan brandara um Bush

Whoopi Goldberg segist ekki hafa unnið í fimm ár eftir …
Whoopi Goldberg segist ekki hafa unnið í fimm ár eftir að hún sagði brandarann. Jamie McCarthy

Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg segir að hún hafi misst allt eftir að hún sagði kynferðislegan brandara um George W. Bush Bandaríkjaforseta á fjáröflunarfundi í New York árið 2004. 

Goldberg var gestur Drew Barrymore í nýjum spjallþætti hennar. Hún segir að eftir að fjallað var um brandarann í fjölmiðlum vestanhafs hafi hún hætt að fá atvinnutilboð og að fótunum hafi í raun verið kippt undan henni. 

„Ég var mjög, mjög heppin því ég kom mér í vandræði þegar ég móðgaði stjórnmálamann og missti allt. Ég missti getuna til að sjá fyrir mér, ég misst alls konar hluti sem ég var með í gangi sem ég hagnaðist fjárhagslega á. Þannig að ég vann ekki í fimm ár eftir það,“ sagði Goldberg. 

Goldberg er nú stjórnandi spjallþáttanna The View. „Barbara Walters, Guð blessi hana, sagði við mig: „Mig vantar aðra manneskju. Myndir þú íhuga það?“ Ég sagði já því ég var búin að eyða öllum sparnaðinum mínum,“ sagði Goldberg. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.