Kvikmyndaveisla á 10 ára afmæli Bíó Paradísar

Bíó Paradís opnar aftur föstudaginn 18. september.
Bíó Paradís opnar aftur föstudaginn 18. september. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvikmyndahúsið Bíó Paradís fagnar 10 ára afmlæli í dag og í tilefni þess mun húsið opna dyrnar aftur fyrir gestum á föstudaginn næstkomandi, þann 18. september.

Fjöldi kvikmynda verður í boði fyrir gesti en kvikmyndahúsið mun hýsa Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildarmynda sem haldin verður í fyrsta skipti í Reykjavík. Tvisvar þurfti að aflýsa hátíðinni á Patreksfirði í sumar vegna kórónuveirunnar. 

Almenn dagskrá Bíó Paradísar fer einnig af stað og alls verða frumsýndar fjórar kvikmyndir, The Specials, About Endlessness, Seberg og Zeija - Truth Makes Free. 

Nánar um dagskrá Skjaldborgarinnar á vef Bíó Paradísar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.