Hjónabandið yndislegt en líka leiðinlegt

Pink og Carey Hart.
Pink og Carey Hart. AFP

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera giftur. Söngkonan Pink veit hversu erfitt það er að vera í hjónabandi en segir það líka yndislegt. Hún opnaði sig um hjónabandið á Instagram á mánudaginn. Pink hefur verið gift mótorkrosskappanum Carey Hart í 14 ár. 

„Ég og hann höfum verið í þessu lengi og það er óþreytandi og þrjósk hugsjón sem heldur okkur saman. Hjónaband er ferlegt, yndislegt, þægilegt og fullt af bræði. Það er leiðinlegt, hræðilegt og veldur kvíða. Það snýst um að elska aðra fallvalta manneskju á meðan þú reynir að elska sjálfa þig. Það tekur heila eilífð að snúa aftur að borðinu. Fólk hlær að okkur af því að við erum annaðhvort að rífast eða hlæja. Það ranghvolfir í sér augunum þegar við tölum um ráðgjöf,“ skrifaði Pink meðal annars. 

Pink og Carey Hart með börnum sínum Willow Sage Hart …
Pink og Carey Hart með börnum sínum Willow Sage Hart og Jameson Moon Hart árið 2019. AFP

Hún hélt síðan áfram að tala um hversu mikið ráðgjöf hefði gert fyrir hjónabandið en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún opnar sig um það. Hún áréttaði að ráðgjöf væri ekki bara fyrir veikt fólk, hippa eða frjálslynda. Hún sagði ráðgjöf vera fyrir alla og sagði fólk læra að hlusta í henni. 

View this post on Instagram

My friend @jbpitts2 took this photo of us. He’s still my favorite sweet little dirtball. He and I have been at this a long time, and it is our relentless and stubborn idealism that keeps us together. Marriage is awful, wonderful, comfort and rage. It is boring, terrifying, and a total nail biter. It is loving another fallible creature while trying to love yourself. It is a lifetime of coming back to the table. People laugh at us because we’re either fighting or laughing. They roll their eyes when we talk about therapy. But I’ll tell you what. It’s worth it. All of it. Even when it isn’t. Therapy isn’t for weak people or hippies or liberals. It’s for broken people that want to be whole. It’s for runaways that want a family. It’s a lesson on how to sit down and listen. How to love yourself so that the other person can, too. I love you babe. I’m grateful we made it to this photo @hartluck

A post shared by P!NK (@pink) on Sep 14, 2020 at 5:52pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes