Hjónabandið hefði aldrei gengið án ráðgjafa

Pink og eiginmaður hennar, Carey Hart.
Pink og eiginmaður hennar, Carey Hart. mbl

Tónlistarkonan Pink segir að hjónaband hennar og Carey Hart hefði aldrei staðið svona lengi nema fyrir hjónabandsráðgjafa sem þau fara til reglulega. Pink og Hart hafa verið saman frá árinu 2001 og gift í 14 ár. 

Pink ræddi við hjónabandsráðgjafann sinn, Vanessu Inn, í beinu á streymi á Instagram um hvernig áhrif Inn hefur haft á samband þeirra. 

Pink sagði að Inn hafi verið mikilvægur túlkur fyrir þau hjónin og sagði að sér liði stundum eins og þau Hart töluðu ekki sama tungumál. 

„Þetta er ástæðan fyrir því að við erum enn saman, af því að ég held, að eftir að fólk hefur verið sambandi í langan tíma, við tölum bara tvö ólík tungumál, og ég get ekki sagt að þetta sé karlahlutur eða konuhlutur, þetta er parahlutur,“ sagðiPink. 

Pink og Hart eiga tvö börn saman.
Pink og Hart eiga tvö börn saman. AFP

Pink lofaði Inn í hástert og sagði hana vera frábæra í að þýða það sem eiginmaður hennar segir við hana. „Þú þarft einhvern sem hlustar á ykkur bæði og túlkar svo fyrir þig. Ef við hefðum verið án túlkunar Vanessu síðastliðin 18 ár þá værum við ekki saman í dag,“ sagði Pink. 

Hún segir ástæðuna vera að okkur sé ekki kennt sem börn að eiga sambönd og hvernig eigi að eiga í samskiptum við fólk. „Við kunnum ekki að elska hvort annað, við kunnum ekki að búa saman, við kunnum ekki að eiga í samskiptum,“ sagði Pink.

View this post on Instagram

@innvanessa

A post shared by P!NK (@pink) on Jun 19, 2020 at 3:01pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál