Íslandsvinurinn Jan Sneum látinn

Danski útvarpsmaðurinn Jan Sneum er látinn.
Danski útvarpsmaðurinn Jan Sneum er látinn. Ljósmynd/Facebook

Danski útvarpsmaðurinn og ljósmyndarinn Jan Sneaum er látinn 74 ár aað aldri. Sneum starfaði sem tónlistarblaðamaður í 55 ár og var stundum kallaður guðfaðir rokksins. 

Sneum glímdi við krabbamein síðustu árin í lífi sínu en greindi hann frá veikindunum í viðtali við Politiken í apríl á þessu ári. 

Sneum hafði mikinn áhuga á íslenskri tónlist og kom hingað til lands marg oft. Íslenskir vinir hans minntust hann á Facebook í kær. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar birti mynd af sér og Sneum á toppi Bolafjalls árið 2018 með minningarorðum sínum. 

Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson minntist Sneum í færslu á Facebook í gær.

„Var að fá þær sorglegu fréttir að minn gamli góði vinur og mentor hjá danska ríkisútvarpinu - Jan Sneum væri látinn. Ég skrifa þetta með tárin í augunum. Hann var einstakur maður, einn merkasti músíkútvarpsmaður Evrópu í áratugi - allstaðar elskaður og dáður og átti fjölmarga vini á Íslandi eins og um alla heim - og gríðarlega áhugasamur um íslenska tónlist - og bara alla tónlist ef út í það er farið, nema kannski Bítlana - hann var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af þeim þrátt fyrir að vera af þeirri kynslóð. Hann hafði mikil áhrif á mig og þannig á Rás 2 í sambandi við margt. Ég mun sakna hans og minnist fjölmargra skemmtilegra stunda sem við áttum saman - á tónlistarhátíðum víða um heim og líka heima hjá honum og mér. Á myndinni erum við á Roskilde festival 2018 en þar hittumst við margoft og hann kom oft á Airwaves líka.

Hvíl í friði vinur minn,“ skrifaði Ólafur Páll.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes