Ólst upp við fátækt og heimilisofbeldi

Mariah Carey.
Mariah Carey. AFP

Söngdívan Mariah Carey var að gefa út ævisögu sína, The Meaning Of Mariah Carey. Þar kennir ýmissa að grasa og segir Carey meðal annars frá því hvernig var alast upp í fátækt og segir frá ofbeldi sem hún lenti í. 

Á vef BBC má finna sex atriði sem vekja sérstaka athygli í bókinni. 

Upplifði heimilisofbeldi sem barn

Carey var aðeins smábarn þegar hún byrjaði að átta sig á því hvenær von væri á ofbeldi. Í bókinni rifjar hún upp fjölmargar deilur á milli föður hennar og bróður. Hún segir að það hafi ekki verið óalgengt að holur mynduðust á veggjum heimilis hennar eftir rifrildi og að hlutum væri kastað. Þegar hún var sex ára fékk hún fjölskylduvin til að hringja á lögregluna vegna ofbeldis sem móðir hennar varð fyrir. „Það er kraftaverk ef þetta barn lifir af,“ heyrði hún lögregluna segja. 

Varð fyrir kynþáttahatri

Faðir Carey er svartur en móðir hennar hvít. Hún var meðal annar gagnrýnd í skóla fyrir að nota vitlausan lit þegar hún var að lita og vinkonur læstu hana inni í herbergi og kölluðu hana niðrandi orðum. 

Líf Mariuh Carey hefur ekki alltaf verið dans á rósum.
Líf Mariuh Carey hefur ekki alltaf verið dans á rósum. AFP

Sakar systur sína um að reyna selja sig

Eldri systir Carey átti erfitt uppdráttar, varð ólétt ung, glímdi við fíknivanda og sjálfsmorðshugsanir. Systurnar áttu af og til góðar stundir en söngkonan sakar hana þó um hafa stefnt sér í hættu. Söngkonan segir að systir sín hafi átt kærasta sem stundaði mansal. Tólf ára var Carey plötuð til að vera ein með kærasta systur sinnar og vill hún meina að heppni hafi bjargað því að ekki fór illa fyrir henni. 

Carey telur að systir sín hafi reynt að selja sig með þessum hætti en systir hennar svaraði fyrir sig í The Sun og neitar ásökunum. 

Lærði af Bítlunum

Mariah Carey lærði af viðskiptasögu Bítlanna. Þegar Carey var unglingur voru henni boðnir fimm þúsund dollarar fyrir lag í bíómynd. Hún neitaði tilboðinu. „Ég man að ég sá heimildarmynd um Bítlana þegar ég var að alast upp og var í áfalli yfir því að þeir áttu ekki réttinn að öllum lögunum sem þeir sömdu,“ sagði Carey sem ætlaði ekki að gefa eftir rétt sinn.  

Hjónabandið eins og fangelsi

Carey giftist Tommy Mottola, framkvæmdastjóra hjá Sony, árið 1993. Hún þakkar honum fyrir velgengni sína þar sem hann gaf henni plötusamning og hvatti hana til taka um jólaplötuna með laginu sívinsæla All I Want For Christmas Is You. 

Hún heldur því þó fram að hann hafi ekki verið góður eiginmaður. Hún lýsir heimili þeirra eins og öryggisfangelsi með fullt af vopnuðum öryggisvörðum. Árið 1996 fór hún í skyndiferð á Burger King með rapparanum Da Brat. Mottola varð brjálaður og skipaði leit að Carey. 

„Þetta er ekki rétt. Þú hefur selt margar milljónir af plötum. Þú býrð í höll. Þú hefur allt en þú getur ekki farið frjáls ferða þinna á Burger King þegar þú vilt það, þú hefur ekki neitt. Þú þarft að fara,“ sagði rapparinn við Carey þegar þau borðuðu hamborgara í bílnum. Carey og Mottola skildu að borði og sæng ári seinna.

Fékk útrás fyrir tilfinningar sínar á leyniplötu

Carey er þekktust fyrir ballöður sínar en þegar hún var að taka upp sína fimmtu plötu árið 1995 tók hún í leiðinni upp leyniplötu. Sú plata var allt öðruvísi en það sem Carey er þekkt fyrir. Á plötunni fékk hún útrás fyrir reiðina sem hún fann fyrir í hjónabandinu. 

Platan með hliðarsjálfi Carey kom út árið 1995 undir dulnefninu Chick. Á plötunni er að finna lög eins og Love is A Scam og Demented. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson