Jenner neitar ásökunum um kynferðislega áreitni

Kris Jenner neitar ásökununum.
Kris Jenner neitar ásökununum. AFP

Fyrrverandi lífvörður raunveruleikastjörnunnar Kris Jenner hefur lagt fram kæru gegn henni þar sem hann sakar hana um kynferðislega áreitni. Jenner neitar ásökunum. 

Í gögnum málsins sem Us Weekly hefur undir höndum segir að Jenner hafi áreitt lífvörðinn Mar McWilliams kynferðislega á með hann vann fyrir hana og dóttur hennar Kourtney Kardashian. Fjölskyldan réð McWilliams til starfa árið 2017 og segir hann að áreitnin hafi byrjað í maí sama ár. 

Hann segir hana hagað sér kynferðislega í kringum hann, sagt hluti um útlit hans, spurt hann út í kynlíf og lagt til að þau ætti í rómantísku og kynferðilegu sambandi. Hann segir hana hafa sýnt kynferðislega tilburði í garð hans án samþykki hans og að yfirmenn hans hafi ekkert viðhafst þrátt fyrir að hann hafi ítrekað lagft fram kvörtun. 

McWilliams var settur í leyfi í vinnu sinni með Jenner í september 2018 en hélt áfram að vinna með dóttur hennar. Honum var að lokum sagt upp störfum í lífvarðateymi fjölskyldunnar. 

Marty Singer, lögmaður Jenner, sagði í tilkynningu að hún hafi aldrei hagað sér á óviðeigandi hátt í návist McWilliams. „Kris neitar að hafa hagað sér á óviðeigandi hátt í návist Marc McWilliams. Lífvörðurinn vann fyrir utan húsið og kom aldrei inn á heimi Kris,“ sagði Singer. „Kris átti í litlum samskiptum við hann. Eftir að hann var ítrekað gómaður við að sofa í bílnum sínum þegar hann átti að vera á vakt var öryggisfyrirtækið sem hann vann hjá beðið um að senda hann ekki aftur á vakt fyrir fjölskylduna,“ sagði Singer. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes