Vill ekki deyja sem hrein mey

Ally Brooke sækir styrk sinn í Guð.
Ally Brooke sækir styrk sinn í Guð. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Ally Brooke hefur áhyggjur af því að hún muni deyja sem hrein mey. Hún greindi frá því nýlega að hún ætlaði ekki að stunda kynlíf fyrr en hún er gengin í það heilaga. 

Brooke, sem er 27 ára gömul, vonast til þess að finna eiginmann á endanum og biður til Guðs að það verði fljótlega svo „hún nái nokkrum góðum árum“ með honum. 

„Ég bið til Guðs: „Ekki láta mig deyja sem hrein mey. Leyfðu mér að hitta eiginmann minn áður en það gerist og gefðu mér nokkur góð ár með honum.““ 

Brooke sagði einnig að hún sækti styrk sinn í Guð þegar hún mætti freistingum. „Þetta er erfitt. Sérstaklega sem ung kona í skemmtanabransanum, ég er umvafin heillandi fólki. Ég forðast freistingarnar með því að drepa stemninguna. Þetta er eins og að sjá flott veski í verslunarmiðstöðinni. Þig langar til að kaupa það en þú þarft að spara pening. Þannig að þú labbar um verslunarmiðstöðina og hugsar um veskið. Það hafa komið tímar þar sem ég bið Guð um styrk til að komast í gegnum þetta,“ sagði Brooke í viðtali við Page Six.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.