„Hvað er ekki íslenskt en ykkur finnst það samt vera íslenskt?“

Einhverjum þykja heitir pottar vera séríslenskt fyrirbæri, þrátt fyrir að …
Einhverjum þykja heitir pottar vera séríslenskt fyrirbæri, þrátt fyrir að svo sé ekki. Þessi er aftur á móti kaldur. mbl.is/Eggert

Skemmtileg umræða spratt upp á Twitter í gær þar sem fólk deildi því sem því finnst vera íslenskt en er það í raun ekki. 

Kristjana Ásbjörnsdóttir velti upp þessari spurningu og sagði að sjálfri fyndist sér Mackintosh-sælgæti á jólunum, heitir pottar og gítarpartí vera íslensk fyrirbæri. 

Fjölmargir minntust á íslensk dægur- og jólalög.

Crossfit og grænar baunir frá Ora

Þó líði ár og öld. Fékk áfall þegar ég heyrði það. Og líka öll jólalög,“ sagði einn við færslu Kristjönu. 

Þá var einnig minnst á Svala, crossfit, fellihýsi og sykurmola.

Prins-Póló, vorboðinn lóan og grænar baunir frá Ora voru sömuleiðis vinsæl svör, auk örtraðar í Costco og grjónagrautar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.