Grínaðist með sambandsslitin

Demi Lovato grínaðist með sambandsslitin.
Demi Lovato grínaðist með sambandsslitin. AFP

Tónlistarkonan Demi Lovato hlífði sjálfri sér ekki þegar hún grínaðist með sambandsslit sín og Max Ehrichs í opnunarræðu sinni á People Choice-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Lovato og Ehrich trúlofuðu sig í júlí síðastliðnum en slitu trúlofuninni aðeins tveimur mánuðum seinna. 

Lovato grínaðist með að síðastliðið ár hefði verið lengstu þrjú ár í lífi sínu og hóf svo upptalningu á öllu því sem hún hafði gert í heimsfaraldrinum. „Þannig að ég gerði það sem allir aðrir gerðu, setti mig í útgöngubannsstellingarnar og trúlofaði mig. Ég lærði að mála, taka myndir, hugleiða, kannaði mörkin á heimsendingarþjónustu. Ég kláraði líka að skoða Instagram fjórum sinnum, sem ég vissi ekki að væri hægt. Ég horfði á sjö seríur af Pretty Little Liars og aftrúlofaði mig og fór svo að leita að geimverum í eyðimörkinni,“ sagði Lovato.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.