Daði og Gagnamagnið á lista Time

Daði og Gagnamagnið eru í 6. sæti á lista Times.
Daði og Gagnamagnið eru í 6. sæti á lista Times. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lag tónlistarmannsins Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, er á lista bandaríska tímaritsins Times yfir bestu lög ársins 2020. Lagið situr í 6. sæti á listanum sem telur 10 lög. 

Lagið Think About Things hefði orðið framlag okkar Íslendinga í Eurovison-söngvakeppninni síðastliðið vor ef keppnin hefði ekki verið blásin af vegna kórónuveirunnar. Þrátt fyrir að hafa ekki farið á stóra sviðið með lagið náði Daði góðum árangri með það. 

Think About Things náði miklum vinsældum víða um heim og þá sérstaklega dansinn sem þau sömdu við lagið. 

Í fyrsta sæti lista Time er lagið People, I've been sad með tónlistarkonunni Christine and the Queens og í öðru sæti er rapparinn Cardi B með lagið WAP.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson