Greta Salóme með landsliðinu

Greta Salóme sendir frá sér jólalag.
Greta Salóme sendir frá sér jólalag. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tónlistarkonan Greta Salóme fékk landslið tónlistarmanna og skemmtikrafta til liðs við sig í jólalaginu Jól eins og áður. Myndbandið kom út í dag en þar má meðal annars heyra Gretu Salóme syngja ásamt drottningu jólalaganna Siggu Beinteins. 

„Jól eins og áður er sambland af upplífgandi jólaboðskap og kómedíu sem landinn þarf á að halda á þessum tímum. Sem dæmi má nefna að Indriða úr Fóstbræðrum bregður fyrir og DJ Muscleboy sendir 2020 stutta kveðju,“ segir Greta Salóme. 

Lagið og textinn er eftir Gretu Salóme og Bjarka Ómarsson en Bjarki sá einnig um upptökustjórn. Í laginu koma fram Sverrir Bergmann, Greta Salóme, Sigga Beinteins, KK, Egill Einarsson einnig þekktur sem Gillz og DJ muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.