Komin með nóg af manninum eftir 57 ár

Dolly Parton er búin að vera með manni sínum mjög …
Dolly Parton er búin að vera með manni sínum mjög lengi. AFP

Tónlistarkonan Dolly Parton ræddi meðal annars matarlyst sína og hjónabandið í hlaðvarspþættinum Table Manners. Í þættinum endurtók hún fræga tilvitnun sína um veikleika sína. 

„Veikleikar mínir hafa alltaf verið menn, kynlíf og matur og ekki endilega í þessari röð,“ sagði Parton.

Svo virðist þó sem styrkleikar hennar liggi þó einmitt í góðum samböndum eða réttara sagt einu sambandi við einn mann. 

„Ég og eiginmaður minn höfum verið saman í 57 ár og gift í 54 og ég er komin með nóg af honum og er viss um að hann er kominn með alveg nóg af mér,“ sagði Parton í gríni og skellti upp úr.

Hjónaband Parton og Carls Thomas Deans er eitt það langlífasta í heimi þeirra ríku og frægu. Hjónin gengu í hjónaband árið 1966 og sjást nánast aldrei saman. Hann mætir sjaldan með henni á opinbera viðburði og hefur tónlistarkonan haldið því fram að hann hafi aðeins séð hana einu sinni á tónleikum.

Dolly Parton.
Dolly Parton. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.