Stundar kynlíf á FaceTime

Miley Cyrus bjargar sér í heimsfaraldrinum.
Miley Cyrus bjargar sér í heimsfaraldrinum. AFP

Tónlistarkonan Miley Cyrus mætti í þátt Howard Stern í vikunni og opnaði sig meðal annars um ástina og skilnaðinn. Cyrus er einhleyp en hún skildi við leikarann Liam Hemsworth eftir sjö mánaða hjónaband í fyrra. 

Cyrus og Hemsworth voru búin að vera saman lengi en Cyrus er þó ekki viss um að hjónaband hafi verið málið fyrir þau. Þau misstu hús sitt og flest sem því fylgdu í bruna stuttu áður en þau gengu í hjónband. Hún sagðist hafa gripið allt sem varð eftir í húsinu sem var einfaldlega þau tvö. 

„Ég elska hann virkilega og elskaði hann mjög, mjög, mjög mikið,“ sagi Cyrus. Tónlistarkonan segir það misskilning að hún vilji vera frjáls eins og fuglinn í stað þess að vera í föstu sambandi. 

Cyrus hefur átt í nokkrum opinberum ástarsamböndum síðan hún skildi við Hemsworth. Núna er hún hins vegar einhleyp.

„Þessi tími hefur verið mjög áhugaverður og krefjandi þegar kemur að stefnumótum og því að hitta nýtt fólk,“ sagði Cyrus spurð hvernig það væri að vera einhleyp í heimsfaraldri. „Ég stunda mikið kynlíf á FaceTime það er öruggasta kynlífið. Ég ætla ekki að fá Covid.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.