Dr Dre á spítala

Dr. Dre.
Dr. Dre. AFP

Rapparinn og framleiðandinn Dr Dre var lagður inn á spítala eftir að hafa fengið slagæðargúlp í heila á mánudag.

Hinn 55 ára rappari var lagður inn á Cedars-Sinai-spítalann í Los Angeles. Lögmaður hans sagði við Billboard að hann væri að hvíla sig á spítalanum eftir slagæðargúlpinn og líðan hans væri stöðug. 

Dr Dre sjálfur birti færslu á Instagram síðla kvölds á þriðjudag þar sem hann þakkaði fyrir batakveðjur og sagði líðan sína góða. „Ég er góður og heilbrigðisstarfsmennirnir hugsa vel um mig. Ég kemst heim af spítalanum fljótlega,“ skrifaði rapparinn í færslu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Dr. Dre (@drdre)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.