Brotist inn til Dr Dres meðan hann lá á spítala

Dr. Dre.
Dr. Dre. AFP

Fjórir karlmenn voru handteknir við heimili rapparans Dr Dres í nótt grunaðir um að hafa reynt að brjótast inn til hans. Dr Dre liggur nú inni á spítala eftir að hann fékk slagæðargúlp í heila. 

Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að rapparinn lægi inni á spítala en að sögn lögreglunnar lásu innbrotsþjófarnir fréttirnar og hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Dr Dre greindi einnig frá veikindum sínum á samfélagsmiðlum. 

Þeir komust hins vegar ekki langt því lögreglan gómaði þá áður en þeir komust inn í aðalbygginguna. Öryggisverðir voru í húsi Dr Dres þótt hann væri á spítala. Þegar lögregla kom á staðinn lögðu þjófarnir á flótta en voru þeir handteknir áður en þeir komust langt. 

TMZ

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.