Ekki með hringinn í nýjustu auglýsingunni

Kim Kardashian West.
Kim Kardashian West. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West var ekki með giftingarhring sinn í auglýsingu fyrir nýjasta aðhaldsfatnað sinn. Sögusagnir eru á kreiki að hún sé að búa sig undir að sækja um skilnað við eiginmann sinn, Kanye West. 

Kardashian West sýndi vörur úr nýjustu línu sinni fyrir merkið SKIMS á instagramsíðu sinni í gær. Hún hefur ekki verið virk á samfélagsmiðlum undanfarna vikuna eða allt frá því að fjölmiðlar greindu frá því að mögulega væri skilnaður í uppsiglingu hjá þeim hjónum. 

Miðlar greindu frá því að Kardashian West og West hefðu ekki búið saman í nokkra mánuði og að þau væru í hjónabandsráðgjöf. Hún var sögð vera að undirbúa skilnaðinn. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum um málið. 

Kardashian West sást með giftingarhringinn þegar hún heimsótti ömmu sína, Mary Jo, í síðustu viku. Nú virðist hún vera búin að taka hann niður. 

Enginn hringur sjáanlegur.
Enginn hringur sjáanlegur. Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.