Bridgerton „stærstu“ þættirnir frá upphafi

René-Jean Page og Phoebe Dynevor fara með aðalhlutverk í Bridgerton.
René-Jean Page og Phoebe Dynevor fara með aðalhlutverk í Bridgerton. Skjáskot/Twitter/Netflix

Yfir 82 milljónir heimila horfðu á þættina Bridgerton á Netflix fyrstu 28 dagana sem þættirnir voru aðgengilegir á streymisveitunni. Þættirnir eru að sögn Netflix stærstu þættir streymisveitunnar frá upphafi. 

Þættirnir komust í 1. sæti á topplistum í 83 löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Indlandi, Frakklandi og Brasilíu. 

Aðalleikkona þáttanna, hin 25 ára gamla, Phoebe Dynevor, lýsti þessum árangri sem „algjörlega klikkuðum“.

„Ég er svo stolt af hinu magnaða teymi sem er á bak við þessa þætti. Og takk til ykkar allra fyrir að hafa elskað þá,“ sagði Dynevor í færslu á Instagram. 

Netflix staðfesti í síðustu viku að önnur sería verði framleidd af þáttunum. Þættirnir byggja á bókum Juliu Quinn en hún hefur skrifað alls níu bækur í Bridgerton bókaseríunni. 

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Settu þér eitthvert markmið og þá fær líf þitt aukið gildi. Þú átt fullt í fangi með félagslífið þessar vikurnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Settu þér eitthvert markmið og þá fær líf þitt aukið gildi. Þú átt fullt í fangi með félagslífið þessar vikurnar.