Óskarinn á leið til Húsavíkur?

Will Ferrell var fremstur í fararbroddi í Eurovision Song Contest: …
Will Ferrell var fremstur í fararbroddi í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Skjáskot úr myndskeiðinu

Lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovison Song Contest: The Story of Fire Saga er á meðal þeirra sem gætu verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd. Lagið er á spálista Billboard fyrir þau lög sem gætu hlotið tilnefningu. 

Savan Kotecha, Rickard Göransson og Fat Max Gsus eru höfundar lagsins en lagið er flutt af Molly Sandén og leikaranum Will Ferrell.

Í hefðbundnu árferði geta kvikmyndir aðeins hlotið tilnefningar ef þær voru sýndar í kvikmyndahúsum. Reglunum var hins vegar breytt vegna kórónuveirunnar og því geta kvikmyndir sem streymisveitur framleiða hlotið tilnefningar. 

Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var framleidd af streymisveitunni Netflix og mun keppa um tilnefningarnar við aðrar streymisveitur á borð við Disney+ og Amazon Prime. 

Stuttlistinn fyrir Óskarsverðlaunin verður gerður opinber 9. febrúar en tilnefningarnar verða tilkynntar 15. mars. Þá mun hátíðin fara fram hinn 25. apríl. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið of góð/ur við sjálfa/n þig því þú átt erfitt með að ná upp afköstum eftir fríið. Finndu út hvað það er sem þú virkilega vilt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið of góð/ur við sjálfa/n þig því þú átt erfitt með að ná upp afköstum eftir fríið. Finndu út hvað það er sem þú virkilega vilt.