Simon Cowell óþekkjanlegur

Simon Cowell er grennri en hann er vanur að vera. …
Simon Cowell er grennri en hann er vanur að vera. Meðal annars vegna þess að hann breytti mataræðinu sínu og varð vegan. mbl.is/skjáskot Instagram

Hæfileikadómarinn Simon Cowell er ólíkur sjálfum sér í útliti þessa dagana enda hefur hann ekki unnið frá því í ágúst í fyrra þegar hann slasaðist alvarlega á baki eftir að hafa dottið af rafmagnsfjallahjóli. Hann grenntist tölvuert eftir að hann breytti mataræði sínu og varð vegan en svo virðist sem slysið sem hann lenti í hafi einnig sett strik í reikninginn. 

Cowell virðist staðráðinn í að ná sér eftir meiðslin en hvetur alla til að fara varlega á rafknúnum farartækjum. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cowell dett­ur og meiðir sig illa. Hann datt einnig árið 2017 í stiga heima hjá sér í London. 

Eitt af því sem Cowell gerir er að fara í göngutúra með fjölskyldunni. Þá hugar hann að öryggi sínu og er vanalega með grímu vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.