Harry og Meghan fara í fyrsta viðtalið

Harry og Meghan fara í viðtal til Opruh Winfrey.
Harry og Meghan fara í viðtal til Opruh Winfrey. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja munu ræða um ákvörðun sína að stíga til hliðar í bresku konungsfjölskyldunni í viðtali við Opruh Winfrey í næsta mánuði. 

Viðtalið mun fara í loftið hinn 7. mars á sjónvarpsstöðinni CBS en þetta er fyrsta stóra sjónvarpsviðtalið sem þau hjónin fara í saman eftir að þau stigu til hliðar.

Samkvæmt CBS mun Meghan fyrst tala við Opruh um hvernig það var að ganga inn í konungsfjölskylduna, hjónaband og móðurhlutverkið auk þess sem þær munu ræða um hvernig það er að vera í kastljósinu. Síðan mun Harry koma inn í viðtalið og ræða um flutning þeirra til Bandaríkjanna. 

Hjónin tilkynntu á sunnudaginn síðasta að þau ættu von á öðru barni. 

Oprah Winfrey er náin vinkona Meghan og var henni meðal annars boðið í brúðkaup þeirra árið 2018. Ekki er vitað hvort Harry og Meghan hafi tilkynnt konungsfjölskyldunni þessi áform sín. 

BBC

Oprah Winfrey í brúðkaupi hjónanna.
Oprah Winfrey í brúðkaupi hjónanna. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.