Dan Brown vill ekki bragða hákarl aftur

Rithöfundurinn Dan Brown í Reykjavík.
Rithöfundurinn Dan Brown í Reykjavík. Ljósmynd/Einar Falur

Dan Brown segist hafa elskað að skrifa alla tíð. Hann segist hafa dýrkað bækurnar um Dr. Seuss og raunar allt sem hann komst í. Pabbi hans var ljóðskáld og kynnti hann fyrir alls kyns bókmenntum. Þetta er meðal þess sem kom fram í spjalli hans við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, í fimmtán mínútum með framúrskarandi fólki - dagskrárlið á Instagram reikningi Áslaugar. 

Brown ákvað að læra skapandi skrif og fara i tónlistarnám. „Þegar ég útskrifaðist fór ég til Los Angeles og reyndi að búa mér til tónlistarferil en það gekk vægast sagt illa.“ Þá fór Dan Brown að skrifa.

„Ég skrifaði Digital Fortress, Angels and Demons og aðrar bækur sem seldust kannski í 10-20 eintökum hver. Það er ekkert sem kemur i stað þrautseigju. Langflestum mistekst áður en þeir ná árangri.“

Elti ekki tískubylgjur 

Brown ræður ungu listrænu fólki frá því að elta tískubylgjur. „Fólk þarf að skapa eftir sínum smekk. Svo getur það bara vonað að aðrir séu sama sinnis. Það er aldrei gott að elta hvað þú heldur að aðrir vilji að þú gerir.“
Sjálfur er Dan mjög agaður listamaður. „Ég skrifa eldsnemma á morgnana, byrja 4 að morgni sjö daga vikunnar. Ég bý til ramma, ákveð hvað ég vil skrifa um og þá fer ég að skrifa - en byrja oftast á síðasta kaflanum þó hann breytist oft í gegnum ferlið.“
Hann segist þakklátur fyrir að hafa ekki slegið i gegn strax. „Ég veit um ungt fólk sem hefur orðið vinsælt strax og hefur aldrei mistekist á ferlinum. Mér mistókst í tuttugu ár áður en ég fór að gera eitthvað. Þess vegna held ég að ég sé svona þakklátur þegar bækurnar mínar rokseljast eða verða að vel sóttri kvikmynd. Ég hef samanburðinn.“

Næsta kvikmynd á Íslandi?

Áslaug spurði að lokum hvort næsta kvikmynd yrði ekki örugglega tekin á Íslandi? Brown sem hefur oft heimsótt Ísland útilokaði það alls ekki.

„Ég elska Ísland og ætla að koma oft aftur, en vil helst ekki þurfa að bragða á hákarli aftur á lífsleiðinni,“ svaraði Dan Brown.

Sjá má spjall þeirra Áslaugar og Brown hér:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes