Vilhjálmur ósáttur með litla bróður

Vilhjálmur Bretaprins er ósáttur með að Harry hafi svarað drottningunni …
Vilhjálmur Bretaprins er ósáttur með að Harry hafi svarað drottningunni í fjölmiðlum. AFP

Vilhjálmur Bretaprins er sagður vera í áfalli yfir hegðun bróður síns, Harrys Bretaprins, og framkomu hans við ömmu þeirra, Elísabetu Englandsdrottningu. Höllin greindi frá því á föstudag að útganga Harrys og eiginkonu hans Meghan hertogaynju úr konungsfjölskyldunni væri endanleg. 

Í tilkynningu frá höllinni sagði að þau myndu missa alla sína titla og allar sínar stöður sem verndarar breskra verkefna. 

Sama dag sendu Harry og Meghan tilkynningu frá sér þar sem þau gáfu í skyn að þau væru vonsvikin með að fá ekki að halda verndar- og þjónustuhlutverkum sínum. „Við getum öll helgað líf okkar þjónustu. Þjónusta er fyrir alla.“

Þau sögðust enn fremur ætla að sinna skyldum sínum gagnvart Bretlandi og öllum heiminum og halda áfram að styðja samtök sem þau hafa áður stutt, sama hvaða titil þau bæru.

Samkvæmt heimildum The Sunday Times innan hallarinnar lagðist tilkynning Harrys og Meghan illa í fjölskylduna og þykir hún sýna vanvirðingu. „Þú svarar drottningunni ekki. Það er bara ekki gert,“ sagði annar heimildamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav