Flutti burt í skjóli nætur

Armie Hammer og Elizabeth Chambers seldu húsið í Los Angeles.
Armie Hammer og Elizabeth Chambers seldu húsið í Los Angeles. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Armie Hammer skaut nágrönnum sínum í Los Angeles skelk í bringu í vikunni þegar hann pakkaði saman og flutti burt úr húsi sínu í skjóli nætur. Hammer og fyrrverandi eiginkona hans Elizabeth Chamber fundu nýverið kaupendur að húsi sínu í Hancock Park. 

Hammer hefur verið sakaður um að beita fyrrverandi ástkonur sínar ofbeldi og senda skilaboð um mannát til þeirra. 

Nágrannar Hammer heyrðu mikið í flutningunum og segja að flutningabílar hafi verið að fram yfir miðnætti. 

Hammer hefur búið einn í húsinu undanfarna mánuði en fyrrverandi eiginkona hans hefur verið búsett á Cayman-eyjum síðan síðastliðið vor með börnin þeirra.

Page Six

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.