Bróðir Carey í mál við hana

Bróðir Mariuh Carey hefur höfðað meiðyrðamál gegn henni.
Bróðir Mariuh Carey hefur höfðað meiðyrðamál gegn henni. AFP

Morgan Carey, eldri bróðir söngkonunnar Mariuh Carey, hefur höfðað meiðyrðamál gegn henni vegna nýlegrar æviminningabókar hennar The Meaning Of Mariah Carey. 

Morgan heldur því fram að systir hans hafi ranglega sakað hann um ofbeldishegðun í bókinni. Í kjölfarið hafi hann farið í mikið uppnám og frásögn systur hans skaddað orðspor hans. 

Fyrir mánuði höfðaði systir þeirra, Alison Carey, einnig mál gegn henni vegna bókarinnar. Alison segir að frásögn Mariuh af því að hún hafi gefið henni, þá 12 ára, sterk verkjalyf og skvett á hana brennandi heitu tei sé ósönn.

The Meaning of Mariah Carey kom út í september síðastliðnum og var komin á metsölulista New York Times í október. Í bókinni segir hún frá æsku sínu, uppeldi, kynþáttafordómum sem hún varð fyrir í æsku og ýmsu fleiru frá ferli sínum. 

Mariah lýsir því hvernig bróðir hennar slóst við föður þeirra og að 12 lögregluþjóna hafi þurft til að slíta þá í sundur. Morgan neitar þessum ásökunum og segir þá tilbúning. Í mesta lagi einn lögregluþjónn yrði kallaður til vegna tilkynningar um heimilisofbeldi.

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.