Kim fær húsið

Kanye West og Kim Kardashian eru að skilja.
Kanye West og Kim Kardashian eru að skilja. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mun halda húsi sínu og Kanyes Wests eftir skilnað þeirra. Húsið er í Hidden Hills-hverfinu í Los Angeles en það telur tæpa 1.400 fermetra.

Kardashian sótti um skilnað við West í febrúar síðastliðinn eftir sex ára hjónaband. Þau eiga fjögur börn saman, þau North, Saint, Chicago og Psalm. 

Húsið keyptu þau hjónin á 20 milljónir bandaríkjadala árið 2014 og eyddu öðru eins í að gera það upp. Ástæðan fyrir því að Kardashian fær húsið eftir skilnaðinn er sú að þau vilja að börnin þeirra fjögur búi áfram í sama húsi og þau hafa búið í frá fæðingu. Hún fer þó ekki ein með forræði yfir börnunum en hefur sótt um sameiginlegt forræði yfir þeim. 

West hefur ekki eytt miklum tíma í húsinu undanfarið árið en hann hefur dvalið lengi á búgarði þeirra í Wyoming sem þau festu kaup á árið 2019. 

TMZ

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.