Hefur aldrei notað sundlaugina heima hjá sér

Kim Kardashian West.
Kim Kardashian West. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur aldrei notað sundlaugina heima hjá sér. Í spjalli hjá Architectural Digest ræða Kardashian og eiginmaður hennar Kanye West um heimilið sitt. Þau ræða einnig um innanhússhönnuðinn sinn Axel Vervoordt sem þau hafa unnið náið með.   

West-hjónin eiga einstaklega stórt og falleg hús og að sjálfsögðu er sundlaug í garðinum. Kardashian hefur þó aldrei farið í sundlaugina. Hún segist þó elska hana.

Kardashian útskýrir að þau séu hinsvegar ekki með nuddpott, bara sundlaug. Í sundlaugum þar vestanhafs er oft nuddpottur til hliðar. Kardashian langaði í nuddpott en engin teikninganna sem þau fengu var nógu flott að mati Kanye.

Í stað þess var annar endinn gerður mjög grunnur með tröppum og það segir Kardashian vera fullkomið fyrir börn þeirra og systkinabörn. Þau halda hitastiginu á sundlauginni nokkuð háu svo hún virki eins og þægilega heit barnalaug en ekki staður til að kæla sig niður á.

Uppáhalds herbergi Kardahisan í húsinu er baðherbergið þeirra. Hún segir að það sé frábær staður til að taka sjálfsmyndir. Hún segir að sér líði alltaf vel á baðherberginu vegna þess að lýsingin þar inni sé svo góð.

mbl.is