Hörmungarklám og popp

Trine Dyrholm og Benedikt Erlingsson munu senn vinna saman við …
Trine Dyrholm og Benedikt Erlingsson munu senn vinna saman við gerð Dönsku konunnar.

Trine Dyrholm mun fara með titilhlutverkið í sjónvarpsseríunni Danska konan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, sem hann skrifaði í samvinnu við Ólaf Egil Egilsson. „Það stefnir í að upptökur geti hafist í Reykjavík næsta vor á Dönsku konunni sem er sex þátta sjónvarpssería sem RÚV og DR koma að ásamt öðrum.

Líkt og titillinn gefur til kynna fjallar serían um danska konu sem flytur til Íslands og tekur yfir fjölbýlishús þar sem hún svífst einskis til að kenna nágrönnum sínum skandinavíska hugsun. Ég vil taka það sérstaklega fram að þetta er ekki uppgjör við hjónaband mitt við mína yndislegu dönsku fyrrverandi eiginkonu,“ segir Benedikt, sem um árabil var giftur leikhúslistakonunni Charlotte Bøving.

„Ég skrifaði hlutverkið fyrir hana, en á endanum sagði hún sig frá verkefninu. Í hennar stað kemur Trine Dyrholm, sem er mjög spennt fyrir þessu verkefni. Hún hafði séð Kona fer í stríð og kveikti strax á Dönsku konunni þegar hún las handritið,“ segir Benedikt og lýsir seríunni sem leyniþjónustudrama.

„Þarna lýstur saman dönsku, sænsku og íslensku leyniþjónustunni. Þetta er mikil stúdía á öllu því fallega og góða sem við höfum lært af Dönum og einnig því sem við ættum að læra en höfum kannski átt erfitt með, eins og samvinnu, samábyrgð og því að búa sér til stjórnarskrá og setja sér reglur og fara eftir þeim – sem okkur finnst óþolandi.

Danska konan kann sinn Kierkegaard, Grundtvig og Brandes og fylgir þessum dönsku hugsjónum, en vandi hennar er að hún svífst einskis þar sem hún trúir því að tilgangurinn helgi meðalið,“ segir Benedikt og  tekur fram að hann muni í væntanlegri sjónvarpsseríu bjóða upp á spennu, ástir, kynlíf, dauða, ofbeldi og hörmungarklám. 

„Og ekki má gleyma músíkinni. Ég lofa flottum popplögum frá áttunda áratugnum – auðvitað dönskum lögum,“ segir Benedikt. Lengri gerð viðtalsins má lesa í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.