Opnar sig um andlát þriggja barna sinna

Mia Farrow.
Mia Farrow. AFP

Leikkonan Mia Farrow hefur opnað sig um andlát þriggja barna sinna, þeirra Tam, Lark og Thaddeus. Farrow ákvað að opna sig í langri færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún segir að ljótur orðrómur hafi verið á kreiki um andlát þeirra. 

Dóttir hennar Tam lést 17 ára að aldri, Lark lést 35 ára að aldri og sonurinn Thaddeus lést 29 ára gamall. 

„Sem móðir fjórtán barna, þá skiptir fjölskyldan mig öllu máli. Þótt ég hafi valið starf sem setur mig í sviðsljósið þá hafa börn mín valið að gera það ekki,“ sagði Farrow. Hún sagði að hún veldi vel það sem hún setti á samfélagsmiðla til að virða óskir þeirra. 

„Mín ástkæra Tam lést 17 ára að aldri eftir að hafa tekið of stóran skammt af uppáskrifuðum verkjalyfjum í misgáningi. Verkjalyf sem hún fékk uppáskrifuð vegna mígrenis og hjartagalla,“ skrifaði Farrow. 

Dóttir hennar Lark lést árið 2008. „Hún lést 35 ára vegna HIV, sem hún smitaðist af frá fyrri maka. Þrátt fyrir veikindi sín lifði hún innihaldsríku lífi með börnum sínum og maka til margra ára. Veikindin tóku yfir líf hennar og hún lést skyndilega á spítalanum um jólin, í fangi maka síns,“ skrifaði Farrow.

Sonur hennar Thaddeus svipti sig lífi 29 ára gamall eftir að slitnaði upp úr ástarsambandi.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson