Ætlaði aldrei að skilja

Gwyneth Paltrow og Chris Martin eiga börn saman.
Gwyneth Paltrow og Chris Martin eiga börn saman. AFP

Gwyneth Paltrow, leikkona og athafnakona, ætlaði sér aldrei að skilja. Skilnaður hennar og tónlistarmannsins Chris Martins er einn frægasti skilnaður síðari ára. Skilnaðurinn endaði þó á því að vera mikil gæfa. 

Hugmyndir Paltrow um sambönd hafa breyst með árunum. Hún var manneskja sem vildi aldrei skilja. Paltrow, sem á tvö börn með Coldplay-söngvaranum, sagði í hlaðvarpsþætti Önnu Faris að fræðilega séð hefði hún aldrei nokkurn tímann viljað skilja við föður barna sinna. 

Paltrow skildi þó og lærði margt á því. „Ég lærði meira um sjálfa mig í ferlinu en ég hefði getað ímyndað mér. Og af því að ég einbeitti mér að ábyrgðarhlutverkinu fann ég ótrúlegan mann og er að byggja eitthvað sem ég hef aldrei átt áður.“

Paltrow og Martin gengu í hjónaband árið 2003 en greindu frá skilnaði 11 árum seinna. Í dag er Paltrow gift Brad Falchuk. 

„Ég var hrædd af því hann er manneskja sem krefst viðveru, nándar og samskipta á þann hátt sem ég kunni ekki,“ sagði Paltrow um núverandi eiginmann sinn. „Mér finnst gott að rífast með því að loka mig af, bless. Ég fer út úr herberginu. Hann sagði bara nei, alls ekki. Við setjumst niður og ræðum þetta, við finnum út úr þessu. Hann krafðist þess að ég væri hreinskilin við sjálfa mig á þann hátt sem mér finnst erfitt en það hjálpaði mér að þroskast.“

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes