Fluttur út frá mömmu

Pete Davidson er fluttur út frá mömmu 27 ára gamall.
Pete Davidson er fluttur út frá mömmu 27 ára gamall. AFP

Grínistinn Pete Davidson er loksins fluttur út frá mömmu sinni. Davidson festi nýlega kaup á íbúð í grennd við Staten Island í New York. 

Hinn 27 ára gamli Davidson greindi frá gleðifréttunum á TikTok um helgina. Davidson hafði búið í um tvö ár með móður sinni en þau keyptu húsið saman á sínum tíma. 

„Málið er að mamma mín er pínu eins og þessi þáttur. Sama hvað ég geri, þá er ég aldrei beðinn að fara. Mamma og þátturinn eru líka bæði rosalega gömul og augljóslega þreytt,“ sagði Davidson og átti þar við þættina Saturday Night Live sem hann leikur í.

Flutningarnir tengjast mögulega því að Davidson hóf nýlega að hitta eina frægustu leikkonu í heiminum um þessar mundir, Phoebe Dynevor, en samband þeirra er þó ekki sagt mjög alvarlegt.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.