Sóttu pabba sinn í fangelsið

Systurnar Olivia Jade og Bella Giannulli sóttu pabba sinn í …
Systurnar Olivia Jade og Bella Giannulli sóttu pabba sinn í fangelsið. AFP

Olivia Jade og Bella Giannulli, dætur leikkonunnar Lori Loughlin og fatahönnuðarins Mossimos Giannullis, komu föður sínum á óvart á föstudaginn langa og sóttu hann í fangelsið. Giannulli losnaði úr fangelsi fyrir helgi en hann mun sæta stofufangelsi þar til hann hefur afplánað dóm sinn að fullu. 

Olivia Jade og Bella voru ekki bara tvær á ferðinni heldur fór Gianni, sonur Giannullis úr fyrra hjónabandi, með þeim. Hann sagði fjölmiðlinum Extra frá ferðinni. 

Systkinin fóru frá Los Angeles til Santa Barbara hvar þau gistu eina nótt og sóttu svo föður sinn í Lompoc-ríkisfangelsið á föstudagsmorgun klukkan hálfníu. 

Giannulli var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í háskólasvindlsmálinu svokallaða. Eiginkona hans var einnig dæmd í fangelsi en hún kláraði afplánunina um jólin. Þau játuðu sekt sína í málinu en þau greiddu hálfa milljón bandaríkjadala til að dætur þeirra kæmust inn í háskóla. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ýmsu má bjarga sem er orðið gamalt og slitið. Nóg er að gera sitt besta, það er ekki hægt að fara fram á meira. Taktu lífinu með ró.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ýmsu má bjarga sem er orðið gamalt og slitið. Nóg er að gera sitt besta, það er ekki hægt að fara fram á meira. Taktu lífinu með ró.