Bubbi bólusettur á morgun

Bubbi Morthens verður bólusettur á morgun.
Bubbi Morthens verður bólusettur á morgun. mbl.is/RAX

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fær bóluefni á morgun. Bubbi greinir frá þessu á Twitter og segist ætla að þiggja bóluefni AstraZeneca sem margir hafa hræðst. Bubbi er fæddur árið 1956 og verður því 65 ára á þessu ári. 

Gefn­ir verða um 25 þúsund skammt­ar af bólu­efni vegna kór­ónu­veirunn­ar í þess­ari viku, ef áætlan­ir ganga eft­ir. Verður þetta þá stærsta vik­an í bólu­setn­ing­um til þessa.

„AstraZeneca er bóluefni sem margir hafa heyrt um og sumir hálfhræðast, þar á meðal ég, nú ætla ég að stíga inn í óttann og láta sprauta mig í fyrramáli[ með opinn faðminn,“ skrifar Bubbi. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer einnig í bólusetningu á morgun og mun hann líkt og Bubbi fá bóluefni AstraZeneca.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.