Margt ósagt um meint framhjáhald

Lily James og Dominic West voru saman í Róm. Þau …
Lily James og Dominic West voru saman í Róm. Þau virtust vera meira en bara vinir. Samsett mynd

Allt ætlaði um koll að keyra í Bretlandi síðasta haust þegar stórleikararnir Dominic West og Lily James sáust láta vel hvort að öðru í Róm. Nú hefur James tjáð sig í fyrsta skipti um fjölmiðlafárið án þess þó að segja nokkuð.

„Æ, ég er eiginlega ekki til í að tala um það. Það er margt ósagt en ekki núna er ég hrædd um,“ svaraði leikkonan á vef The Guardian þegar hún var spurð út í sögusagnirnar um ástarsamband þeirra. 

West er kvænt­ur og neydd­ist til þess að út­skýra hjóna­bands­stöðu sína eftir að myndir af West og James birtust í fjölmiðlum. West er 20 árum eldri en James og hefur verið kvænt­ur Cat­her­ine Fitz­Ger­ald síðan 2010 og eiga hjón­in sam­an fjög­ur börn.

Ljós­mynd­ar­ar mættu fyr­ir utan hús hjón­anna í fyrra eftir sögusagirnar og mynduðu þau. „Hjóna­band okk­ar er traust og við erum enn sam­an,“ stóð á miða fyr­ir utan hús þeirra. West tjáði sig ekk­ert um ferðina til Róm­ar og James vill greinilega ekki heldur tjá sig efnislega um málið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu þig á því að einblína ekki svo mikið á praktíska hluti, að þú missir sjónar á gleði þinni og sköpunargáfu. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu þig á því að einblína ekki svo mikið á praktíska hluti, að þú missir sjónar á gleði þinni og sköpunargáfu. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.