Red Hot Chili Peppers selur öll verkin sín

Red Hot Chili Peppers í Laugardalshöll 2017.
Red Hot Chili Peppers í Laugardalshöll 2017. Hanna Andrésdóttir

Banda­ríska rokkhljómsveitin Red Hot Chili Peppers hefur selt breska fjárfestingafélaginu Hipgnosis höfundarréttinn að verkum sínum. Talið er að kaup­verðið sé í kringum 140 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. 

Um er að ræða allt höf­und­ar­verk Red Hot Chili Peppers á ferl­in­um, lög á borð við „Californication“, „Under The Bridge“, „Other Side“ og „Scar Tissue“.

Samningurinn er sá næststærsti sinnar tegundar sem gerður hef­ur verið í tón­list­ariðnaðinum, en í fyrra seldi Bob Dylan höfundarréttinn sinn til Universal fyrir 300 milljónir bandaríkjadala.

Fyrr á þessu ári tryggði Hipgnosis sér einnig höfundarrétt að verkum Neil Young, Shakira og hlutdeild í réttindum Fleetwood Mac í gegnum Lindsey Buckingham. Fyrir átti fjárfestingafélagið öll réttindi Timbaland, Blondie og Robert Fitzgerald Diggs, betur þekktur sem rapparinn RZA.

Það er nokkuð ljóst að fjárfestingafélagið ætlar sér stærri hluti í framtíðinni og allar líkur á því að framboðið verði nokkuð gott þar sem tónlistarfólk virðist líklegra en áður til að selja réttindin sín þar sem útlit er fyrir annað sumar án tekna af tónlistarflutningi.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren