Red Hot Chili Peppers selur öll verkin sín

Red Hot Chili Peppers í Laugardalshöll 2017.
Red Hot Chili Peppers í Laugardalshöll 2017. Hanna Andrésdóttir

Banda­ríska rokkhljómsveitin Red Hot Chili Peppers hefur selt breska fjárfestingafélaginu Hipgnosis höfundarréttinn að verkum sínum. Talið er að kaup­verðið sé í kringum 140 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. 

Um er að ræða allt höf­und­ar­verk Red Hot Chili Peppers á ferl­in­um, lög á borð við „Californication“, „Under The Bridge“, „Other Side“ og „Scar Tissue“.

Samningurinn er sá næststærsti sinnar tegundar sem gerður hef­ur verið í tón­list­ariðnaðinum, en í fyrra seldi Bob Dylan höfundarréttinn sinn til Universal fyrir 300 milljónir bandaríkjadala.

Fyrr á þessu ári tryggði Hipgnosis sér einnig höfundarrétt að verkum Neil Young, Shakira og hlutdeild í réttindum Fleetwood Mac í gegnum Lindsey Buckingham. Fyrir átti fjárfestingafélagið öll réttindi Timbaland, Blondie og Robert Fitzgerald Diggs, betur þekktur sem rapparinn RZA.

Það er nokkuð ljóst að fjárfestingafélagið ætlar sér stærri hluti í framtíðinni og allar líkur á því að framboðið verði nokkuð gott þar sem tónlistarfólk virðist líklegra en áður til að selja réttindin sín þar sem útlit er fyrir annað sumar án tekna af tónlistarflutningi.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.