Byrjuð aftur með framkvæmdastjóranum

Jennifer Garner er tekin aftur saman við John Miller.
Jennifer Garner er tekin aftur saman við John Miller. AFP

Leikkonan Jennifer Garner og framkvæmdastjórinn John Miller eru tekin aftur saman. Parið fór hvort í sína átinna á síðasta ári en í gær var greint frá því að parið væri tekið aftur saman. 

Garner og Miller höfðu verið saman síðan árið 2018 en í ágúst 2020 skildi leiðir þeirra. Ástæðan var að Miller var tilbúinn í hjónaband en Garner var það ekki.

„Jen og John eru byrjuð aftur saman. Það hófst fyrir nokkrum vikum, sagði heimildarmaður UsWeekly.  

Garner var áður gift leikaranum Ben Affleck og eiga þau saman þrjú börn, dæturnar Violet og Serafinu og soninn Samuel. 

Miller er framkvæmdastjóri CaliGroup og var áður giftur Caroline Campbell. Þau eiga tvö börn saman. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.