Vill bara losna undan föður sínum

Britney Spears vill bara losa sig við föður sinn.
Britney Spears vill bara losa sig við föður sinn. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears mun aðeins tala fyrir því að faðir hennar, Jamie Spears, hafi enga stjórn yfir henni þegar hún kemur fyrir dómara í júní næstkomandi. Hún mun ekki óska eftir því að fá sjálfstæði sitt aftur. 

Heimildamenn TMZ segja að Britney líði ekki eins og hún hafi ekki neina stjórn á lífi sínu. „Hún hefur 99% af því frelsi sem hún myndi hafa ef hún væri ekki með lögráðamann og það eina sem hún má ekki gera eru klikkaðir hlutir eins og að að kaupa þrjá bíla í einu,“ sagði heimildamaðurinn. 

Britney má til dæmis ferðast og fer reglulega til Havaí. 

Það eina sem truflar Britney er faðir hennar. Heimildir TMZ herma að þau hafi ekki talast við í langan tíma. Hún hafi verið reið honum í langan tíma vegna viðskipta sem hann hefur átt í nafni hennar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.