Dýrið fer á Cannes

Hin sænska Noomi Rapace fer með aðalhlutverkið í myndinni.
Hin sænska Noomi Rapace fer með aðalhlutverkið í myndinni.

Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hefur verið valin til þátttöku í Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár.

Þar keppir hún í flokknum Un Certain Regard en enskt heiti myndarinnar er Lamb. Kvikmyndahátíðin verður haldin í 74. sinn í júlí.

Myndin fjallar um sauðfjárbændurna Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason) sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka