Fann ástina aftur og líkir því við kraftaverk

Lena Dunham er komin með kærasta.
Lena Dunham er komin með kærasta. AFP

Girls-leikkonan Lena Dunham er búin að finna ástina aftur. Sá heppni heitir Luis Felber og er tónlistarmaður. Felber dekrar við sína konu og líkir Dunham honum við kraftaverk. Dunham var eiginlega búin að afskrifa karlmenn í janúar en nú hefur það breyst. 

Í janúar 2020 greindi Dunham frá því að hún væri á laflausu eftir að hún sleit trúlofun. Hún greindi ekki frá því hver sá aðili væri. Stjarnan greindi heldur ekki frá nafni nýja mannsins í lífi sínu en samkvæmt heimildum Page Six er Dunham í sambandi við tónlistarmanninn Luis Felber. Dunham gaf vísbendingu um sambandið í maí en þá deildi hún nýju tónlistarmyndbandi Felbers. Leikkonan er 35 ára en Felber 32 ára. Sambandið hófst fyrir nokkrum mánuðum en þau eru sögð hafa kynnst í Lundúnum þar sem Dunham býr núna.

Á mánudaginn skrifaði Dunham ástaróð til Felbers á Twitter. Hún segir hann búa til frábært pasta þegar hún er veik, horfa á gamla þætti með henni og fara út með hundinn. Þessi orð eru algjör þversögn við fyrri yfirlýsingar hennar en í janúar líkti Dunham karlmönnum við baunarétt. „Það sem ég er að segja krakkar, ekki hætta áður en kraftaverkið verður að veruleika,“ tísti Dunham. 

View this post on Instagram

A post shared by Lena Dunham (@lenadunham)
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.