Gullkista af stórskrýtnum blaðagreinum

„Did you know that Iceland is green and Greenland is icy?“ var spurning sem hljóðlistakonan Ingibjörg Friðriksdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Inki, heyrði í sífellu þegar hún sagði Bandaríkjamönnum að hún væri frá Íslandi. Herseta Bandaríkjamanna á Íslandi í seinni heimstyrjöld var almennt ekki nefnd. 

Ingibjörg sendi nýverið frá sér plötu og bókverk sem eru hlutar af verkinu Quite the Situation, eða Meira ástandið. Þriðji hlutinn er vídeóverk sem frumsýnt verður á Listahátíð í Reykjavík 12. júní næstkomandi.

Ingibjörg er gestur í nýjasta þætti Dagmála.

Samtíminn með hliðsjón af fortíðinni

„Nú er Ameríka þjóð sem hefur [verið með her í landinu] sem ég er frá en það eina sem þeir vita er staðreynd sem kom fram í Mighty Ducks 2,“ segir Ingibjörg sem var búsett í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. Hugmynd um að skapa verk sem tengist þessari veru Bandaríkjahers á Íslandi fór að gerjast í huga Ingibjargar og hefur afurðin nú litið dagsins ljós í formi Meira ástandsins

Þó að verkið fjalli ekki um ástandið sem slíkt, heldur fremur samtímann með hliðsjón af fortíðinni, sótti Ingibjörg sér innblástur í „gullkistu af stórskrýtnum blaðagreinum“. Blaðagreinarnar fjölluðu um samskipti íslenskra kvenna við hermenn. Úr þeim týndi hún til setningar sem eru líklega hálfhlægilegar í eyrum nútímafólks. 

Fréttin hefu verið uppfærð

Viðtalið við Ingi­björgu í heild sinni má nálg­ast með því að smella hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes