„Þá varð raunveruleikinn svolítið kaldari“

Hljóðlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, sem starfaði með föngum í San Quentin-fangelsinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum, segir að hún hafi ekki upplifað hræðslu þrátt fyrir að hafa unnið með föngunum án þess að fangavörður eða myndavélar fylgdust með. Hún aðstoðaði fangana við að skapa hipphopp tónlist þar sem þeir töluðu um sitt líf og upplifun og reyndu að hafa jákvæð áhrif á stráka sem kynnu að vera í svipuðum sporum. Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian var einn af velunnurum verkefnisins. 

Ingibjörg, sem gengur undir listamannsnafninu Inki, er gestur í nýjasta þætti Dagmála en hún gaf nýverið út plötuna Quite the Situation, eða upp á íslenskuna Meira ástandið. Í þættinum ræðir hún um plötuna sem er í raun marglaga verk, innblásið af ástandsárunum á Íslandi. Verkið fjallar þó ekki um ástandsárin sem slík heldur fremur samtímann með hliðsjón af fortíðinni.

Eiga margir hræðilega sögu

Ingibjörg fór í meistaranám í elektrónískum tónsmíðum og upptökutækni og starfaði í kjölfarið í Bandaríkjunum, þar á meðal við fyrrnefnt verkefni í San Quentin-fangelsinu. 

„Það er verið að hjálpa þeim að gera eitthvað uppbyggjandi. Margir af þeim eiga hræðilega sögu,“ segir Ingibjörg um verkefnið. 

„Ég sat í stúdíóinu og var að vinna og það var enginn fangavörður og enginn sem var að gæta mín, ekki einu sinni myndavélar að fylgjast með okkur. [...] Þú upplifir ekki hræðslu en þú upplifir líka bara brotabrot af þeim raunveruleika sem þeir eru að upplifa.“

Ingibjörg skoðaði fangelsið sjálft og sá að mennirnir bjuggu við lélegar aðstæður.

„Þá varð raunveruleikinn svolítið kaldari,“ segir Ingibjörg. 

Tveir menn voru í hverjum klefa og voru lokaðir þar inni í átta tíma á dag. Rúmin voru þröng og klefarnir svo litlir að fangarnir gátu ekki báðir staðið samtímis, annar varð að liggja á meðan hinn stóð. 

Viðtalið við Ingibjörgu í heild sinni má nálg­ast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes