Knúnir til að grípa til vopna

Max Cavalera er með mörg járn í eldinum.
Max Cavalera er með mörg járn í eldinum. AFP

„Pirruð! Reið! Hrá og biðst ekki afsökunar á nokkrum sköpuðum hlut! Þessi plata er það sem gerist þegar græðgi og óréttlæti taka völdin. Við erum knúnir til að grípa til vopna, tónlistarinnar okkar!“

Með þessum orðum lýsir brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Max Cavalera, oftast kenndur við Sepultura og Soulfly, fyrstu breiðskífu Go Ahead and Die, sem kom út á dögunum og ber nafn þessa flunkunýja þrass/dauðamálmbands sem Cavalera starfrækir ásamt syni sínum, Igor Amadeus Cavalera, sem syngur á móti föður sínum, auk þess að spila á bassa og gítar, og trymblinum Zach Coleman. Sá síðastnefndi er þekktur fyrir leik sinn með öfgamálmböndunum Black Curse og Khemmis og þykir mikið séní.

Það er málmgagnið Blabbermouth.net sem hefur téð ummæli eftir Max og sonurinn tekur þar einnig til máls í tilefni af því að fyrsta myndbandið var að koma út, við titillagið, G.A.A.D. „Þetta er kennisöngur þessarar plötu og þessara brengluðu tíma sem við lifum á. Við erum að senda ráðamönnum fingurinn; þeim sem ákveða hverjir fá að lifa og hverjir deyja,“ segir Igor Amadeus sem heitir í höfuðið á föðurbróður sínum, sem einnig var í Sepultura, og svo væntanlega löngu látnu tónskáldi frá Salzburg.

„G.A.A.D. færir ykkur hraða og hatursdrifinn kraft sem ekki hefur heyrst um langt árabil,“ bætir hann við.

Max lýsir Go Ahead and Die sem einstöku samstarfi föður og sonar, þar sem gamli skólinn mæti gagnrýnu viðhorfi samtímans. „Geggjuð riff og kjarnyrtir textar frá Igor og grimmar trommur frá Zach eru mér innblástur. Öfgafullir tímar kalla á öfgafulla tónlist.“
Og Zach Coleman fer skrefinu lengra með greininguna: „Mér finnst okkur hafa tekist að fanga mikinn yfirgang á þessari plötu. Þetta er blanda af gamla skólanum, málmi og pönki frá á að giska 1989, og yngri hljóðheimi sem endurspeglar það sem er á seyði í kringum okkur. Mótmælum og höldum lífi!“

Nánar er fjallað þá Cavalerunga og Go Ahead and Die í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Taktu því sem hrósi og brynjaðu þig með sjálfstraustinu sem hefur alltaf verið þinn helsti styrkleiki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Taktu því sem hrósi og brynjaðu þig með sjálfstraustinu sem hefur alltaf verið þinn helsti styrkleiki.