Hjónabandið betra eftir fangelsisvistina

Mossimo Giannulli og Lori Loughln fóru í frí til Mexíkó.
Mossimo Giannulli og Lori Loughln fóru í frí til Mexíkó. AFP

Hjónaband leikkonunnar Lori Loughlin og fatahönnuðarins Mossimos Giannullis hefur aldrei verið betra en eftir að þau sátu bæði inni í fangelsi. Hjónin voru dæmd til fangelsisvistar eftir að hafa játað sekt sína í háskólasvindlsmálinu svokallaða. 

Loughlin og Giannulli fóru nýlega í frí til Mexíkó saman og segir heimildamaður Us Weekly að fríið hafi gert mikið fyrir þau. Hjónin þurftu að sækja um leyfi fyrir ferðalaginu hjá dómara þar sem þau eru bæði á reynslulausn.

„Fríið gerði þeim ótrúlega gott, orkusprautan sem þau þurftu svo sannarlega og gafst þeim tími til að hreinsa hugann og skemmta sér aðeins. Þau nutu sólarinnar, hugsuðu vel um sig og eyddu tíma með vinum sínum. Það mikilvægasta er hins vegar að þau eru aftur saman í eigin persónu,“ sagði heimildamaðurinn. 

Hjónin játuðu að hafa greitt hálfa milljón bandaríkjadala til að koma dætrum sínum, Bellu og Oliviu, inn í Suður-Kaliforníuháskóla. 

Giannulli var dæmdur í fimm mánaða fangelsi og gert að greiða sekt upp á 250 þúsund bandaríkjadali. Hann sat inni frá nóvember og fram í apríl. Loughlin var dæmd í tveggja mánaða fangelsi og afplánaði hún vistina í nóvember og desember. Henni var gert að greiða 150 þúsund bandaríkjadali í sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson