Vill fá vegabréfið sitt aftur

Lori Loughlin vill fá vegabréfið sitt aftur.
Lori Loughlin vill fá vegabréfið sitt aftur. AFP

Leikkonan Lori Loughlin vill endurheimta vegabréfið sitt aftur eftir að hún sat inni í tvo mánuði á síðasta ári. Louglin var gert að skila inn vegabréfinu sínu í mars síðastliðnum í tengslum við rannsókn á háskólassvindlsmálinu svokallaða, sem hún játaði sök í. 

Lögmenn Loughlin lögðu inn beiðnina til dómara á miðvikudag í síðustu viku og kemur fram í gögnum málsins að dómari sé ekki mótfallinn því að Loughlin fái vegabréfið sitt aftur. 

Eiginmaður Loughlin, Mossimo Giannulli, játaði einnig sök í málinu og situr nú í fangelsi. Loughlin losnaði 28. desember en ekki er gert ráð fyrir að Giannulli losni fyrr en í apríl. 

mbl.is