Forstjóri Play gefur út plötu

Birgir Jónsson forstjóri Play gaf út nýtt lag á dögunum …
Birgir Jónsson forstjóri Play gaf út nýtt lag á dögunum og stefnir á plötuútgáfu í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, og söngvarinn og gítarleikarinn Aðalbjörn Tryggvason gáfu nýverið út lagið Viral Tumor. Lagið gefa þeir út undir formerkjum hljómsveitarinnar Bastarður og er það af væntanlegri plötu þeirra Satan's loss of son. Áætlað er að platan komi út 29. október.

Forstjórinn leikur þar á trommur en hann var áður trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Aðalbjörn er hvað þekktastur fyrir að vera liðsmaður Sólstafa. 

Birgir tilkynnti um útgáfu lagsins á Facebook þar sem hann sagðist ansi sáttur við útkomuna. „Ég er oft spurður að því hvort ég sé nokkuð „hættur að tromma?“. Flókið að svara því þessa dagana nema að segja að það er að koma út ný plata sem ég gerði með vini mínum honum Aðalbirni Tryggvasyni undir merkjum hljómsveitarinnar Bastarður,“ skrifar Birgir. 

Með þeim á plötunni leika Ragnar Zolberg í Sign, Þráinn Árni Baldvinsson í Skálmöld og Flosi Þorgeirsson í HAM. Lagið er nú þegar aðgengilegt á Spotify og YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson