Verk forsetasonarins verðlögð hátt

Hunter Biden.
Hunter Biden. AFP

Ellefu listaverk eftir Hunter Biden, son Joes Bidens Bandaríkjaforseta, eru nú til sölu og sýnis á listaverkagalleríi George Bergés. Verk forsetasonarins eru með háum verðmiða en þau ódýrustu kosta rúmar níu milljónir króna en það dýrasta yfir 60 milljónir. 

Biden verðleggur sig ekki sjálfur og fær ekki að vita hverjir kaupa verk hans samkvæmt samningum sem embættismenn í Hvíta húsinu hjálpuðu honum að útbúa. 

Verðmiðinn á verkum Bidens hefur verið gagrýndur en hann kippir sér lítið upp við það. Í viðtali í listahlaðvarpsþáttunum Note Bene var hann spurður hvað hann vildi segja við gagnrýnendur sína. „Eitthvað annað en að þeir megi fokka sér?“ spurði forsetasonurinn til baka. 

Í hlaðvarpsþættinum opnaði hinn 51 árs gamli Biden sig um uppvöxt sinn og æsku. Hann segir það hafa verið tvíeggjað sverð að vera sonur Joes Bidens í gegnum árin. 

„Það eru ósanngjörn forréttindi sem ég hef notið allt mitt líf á mismunandi vegu. Pabbi minn hefur verið þingmaður síðan ég var tveggja ára. Það er helvíti auðvelt fyrir lögregluna að stoppa mann fyrir hraðakstur, eða fyrir skólana eða lögfræðistofurnar að taka frekar eftir manni. Á sama tíma hef ég áttað mig á því að ef maður fær ekki góðu hlutina þá er það skelfilegt,“ sagði Biden.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.