Jean-Paul Belmondo er látinn

Jean-Paul Belmondo er látinn, 88 ára að aldri.
Jean-Paul Belmondo er látinn, 88 ára að aldri. AFP

Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo er látinn, 88 ára að aldri. Belmondo var ein stærsta kvikmyndastjarna Frakklands en hann sló í gegn á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann hefur farið með hlutverk í fjölda franskra kvikmynda.

Belmondo lést á heimili sínu í París. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu í dag. „Hann hafði verið mjög þreyttur í nokkurn tíma. Hann fór í friði,“ sagði fjölskylda hans í tilkynningu sinni. 

Belmondo sló í gegn í kvikmyndum á borð við Breathless og lék seinna í fjölda annarra kvikmynda. Hann var fæddur 9. apríl árið 1933 í Neuilly-sur-Seine hverfi í París. Hann var fæddur inn í fjölskyldu listamanna en faðir hans var vel þekktur fyrir skúlptúra sína. 

Franska þjóðin dáði og dýrkaði Belmondo og hafa margir minnst hann í dag. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, sagði að allir hefðu viljað vera vinir hans. 

Belmondo var dáður og dýrkaður í Frakklandi.
Belmondo var dáður og dýrkaður í Frakklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren